sun 26. júní 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morata: Varnarmenn Ítalíu sögðu mér að vera með hjálm
Morata hefur átt gott mót
Morata hefur átt gott mót
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, sóknarmaður Spánar, grínast með það fyrrum samherjar sínir hjá Juventus og varnarmenn Ítalíu, þeir Giorgio Chiellini, Andrea Barzagli og Leonardo Bonucci, hafi sagt honum að vera með hjálm þegar Spánn og Ítalía mætast á morgun.

Spánn og Ítalía mætast í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á morgun og má svo sannarlega búast við hörkuleik.

Morata hefur spilað vel á EM hingað til og mun líklega leiða línuna hjá Spáni á morgun gegn Ítalíu og mun þá mæta fyrrum samherjum sínum hjá Juventus.

Morata var keyptur aftur til Real Madrid í síðustu viku eftir dvöl á Ítalíu hjá Juventus og hann býst við erfiðri baráttu við fyrrum samherja sína.

„Ég hef talað við þá og sumir þeirra sögðu mér að vera með hjálm," sagði Morata.

„Þeir eru ástæðan fyrir velgengni Juventus síðustu árin. Þannig sem þeir spila eru einkennismerki Ítalíu, en við verðum að einbeita okkur að okkar leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner