Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. júní 2016 22:20
Arnar Geir Halldórsson
Payet sama hvort hann mæti Íslandi eða Englandi
Payet er í lykilhlutverki hjá Frakklandi
Payet er í lykilhlutverki hjá Frakklandi
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet hefur verið einn besti leikmaður EM til þessa en hann hjálpaði Frökkum að komast í 8-liða úrslitin í dag þegar Frakkland lagði Íra 2-1.

Frakkar munu mæta sigurvegaranum úr leik Íslands og Englands og segir Payet að þeir eigi engan draumamótherja í 8-liða úrslitunum.

„Mér er sama hvoru liðinu við mætum. Ef Ísland kemst áfram er það vegna þess að þeir eru betri en England. Við sáum Króatíu falla úr leik og það eru engir auðveldir andstæðingar hérna," segir Payet.

Frakkar lentu í kröppum dansi gegn Írum í dag en Írar leiddu leikinn þar til á 58.mínútu.

„Þegar við spilum okkar leik er mjög erfitt að eiga við okkur. Við gerðum það í seinni hálfleiknum en í fyrri hálfleiknum fórum við á þeirra plan," segir Payet.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner