Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 16:26
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Hodgson: Karakterinn í Íslendingum virðist mikill
Icelandair
Roy Hodgson
Roy Hodgson
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Nice í dag, ásamt Wayne Rooney.

Tilefnið var auðvitað leikurinn við Ísland annað kvöld í 16-liða úrslitum EM en hann hefst kl 19:00

Hodgson var spurður út í þjálfarateymi Íslands og hversu mikið hrós þeir eiga skilið.


„Þeir standa í þakkarskuld við Lars Lagerback og Roland Anderson. Ég þekki ekki íslenska þjálfarann (Heimir Hallgrímsson) en hann hefur eflaust gert mikið líka."

„Þeir hafa náð því besta úr leikmannahópnum og leikmennirnir vinna vel fyrir hvorn annan en það er ekki alltaf þannig í öllum liðum. Við erum samt sem áður taldnir vera sigurstranglegra liðið en það er erfitt að vinna þá."

Hann hrósaði síðan karakternum og dugnaðinum í Íslendingum.

„Ég þekki ekki íslenskt fólk en karakterinn í íslensku fólki virðist mikill, dugnaðurinn spilar inn í hvað þeir hafa náð langt," sagði Hodgson.


Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner