Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 10:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sturridge: Getum ekki sýnt Íslandi vanvirðingu
Icelandair
Sturridge segir að Englendingar geti ekki sýnt Íslandi vanvirðingu
Sturridge segir að Englendingar geti ekki sýnt Íslandi vanvirðingu
Mynd: Getty Images
Englendingar hafa ekki heillað marga með frammistöðum sínum á EM. Jú, liðið hefur spilað ágætlega, en fram á við vantar allt bit í sóknarleikinn.

Sóknarmaðurinn Daniel Sturridge tekur undir þetta, en hann segir þó að enska liðið muni læra af síðustu leikjum og bæta sig.

„Við munum vera betri, við munum vera skapandi, við munum skora mörk, við munum skilja stuðninsmennina eftir með bros á vör. Við munum læra af þessum leik gegn Slóvakíu," sagði Sturridge, en leikurinn gegn Slóvakíu endaði í 0-0 jafntefli.

England mætir einmitt Íslandi í 16-liða úrslitum og Sturridge segir að England megi alls ekki sýna Íslandi vanvirðingu.

„Þeir hafa gert gríðarlega vel til að komast hingað. Þess vegna getum við ekki sýnt þeim vanvirðingu."

„En við skiljum það á leiðinni í þennan leik, að ef við spilum eins vel og við mögulega getum, þá munum við vinna,"

Athugasemdir
banner
banner
banner