Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. júní 2017 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: HK/Víkingi tókst ekki að vinna Hamrana
HK/Víkingur er á toppnum í 1. deild.
HK/Víkingur er á toppnum í 1. deild.
Mynd: Aðsend
Hamrarnir 1 - 1 HK/Víkingur
0-1 Karólína Jack ('15)
1-1 Rakel Óla Sigmundsdóttir ('51)

Það var einn leikur í 1. deild kvenna í kvöld, en honum er nú lokið.

Hamrarnir fengu HK/Víking í heimsókn í Bogann, en búist var við hörkuleik.

HK/Víkingur hefur verið á miklu skriði í sumar og þær komust yfir í leiknum þegar Karólína Jack skoraði eftir stundarfjórðung.

Staðan í hálfleik var 1-0 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiks jöfnuðu heimakonur metin. Rakel Óla Sigmundsdóttir gerði markið.

Það komu ekki fleiri mörk eftir þetta og lokatölur 1-1 í Boganum. HK/Víkingur er áfram á toppi deildarinnar með 17 stig, þær hafa gert tvö jafntefli og unnið rest, en Hamrarnir eru með 10 stig í 5. sæti.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner