Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júní 2017 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ýmir skoraði 14 mörk - Léttir á toppnum
Samúel Arnar setti sjö mörk.
Samúel Arnar setti sjö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það voru tveir leikir í C-riðli 4. deildar karla í kvöld.

Í Laugardalnum voru leikmenn Ýmis í miklu stuði. Þeir mættu Kóngunum og þar var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda.

Staðan í hálfleik var 6-0 og í seinni hálfleiknum hættu þeir ekkert. Samúel Arnar Kjartansson setti m.a. fimm mörk á síðustu mínútunum. Lokatölurnar voru 14-0 fyrir Ými.

Ýmir er í öðru sæti riðilsins, en á toppnum er Léttir, sem vann 2-1 sigur á Úlfunum í kvöld.

Staðan í hálfleik var 1-1, en um miðbik seinni hálfleiksins kom sigurmarkið. Það gerði Guðmundur Gunnar Sveinsson.

4. deild karla - C riðill
Kóngarnir 0 - 14 Ýmir
0-1 Davíð Örn Jensson ('10)
0-2 Sölvi Víðisson ('14)
0-3 Samúel Arnar Kjartansson ('16)
0-4 Samúel Arnar Kjartansson ('19, víti)
0-5 Brynjar Orri Briem ('23)
0-6 Þorsteinn Hjálmsson ('32)
0-7 Hörður Magnússon ('58)
0-8 Oddur Hólm Haraldsson ('68)
0-9 Birgir Magnússon ('72)
0-10 Samúel Arnar Kjartansson ('78)
0-11 Samúel Arnar Kjartansson ('86)
0-12 Samúel Arnar Kjartansson ('88)
0-13 Samúel Arnar Kjartansson ('89)
0-14 Samúel Arnar Kjartansson ('90)

Léttir 2 - 1 Úlfarnir
1-0 Arnar Már Runólfsson ('32)
1-1 Steinar Haraldsson ('40)
2-1 Guðmundur Gunnar Sveinsson ('66)
Rautt spjald: Steinar Haraldsson, Léttir ('67), Kristján Nói Benjamínsson, Úlfarnir ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner