Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. júní 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Kann vel við rólegheitin
Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Kristinn Justiniano Snjólfsson.
Kristinn Justiniano Snjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Justiniano Snjólfsson skoraði tvö mörk og átti þátt í einu til viðbótar þegar Leiknir Fáskrúðsfirði lagði Þrótt R. 3-2 á laugardaginn. Kristinn er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni.

Skoðaðu úrvalslið 7. umferðar

„Leikurinn á laugardaginn var nokkuð góður, en ekki endilega okkar besti leikur í sumar. Við höfum verið að spila ágætlega þótt úrslitin hafi ekki alltaf verið eftir því, en nú nýttum við færin vel og náðum góðum úrslitum og ætlum að halda því áfram," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag.

Fáskrúðsfirðingar voru með eitt stig eftir fimm umferðir en sigrar gegn Fylki og Þrótti að undanförnu hafa breytt stöðunni. Leiknir er nú í næsneðsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og ÍR í 10. sætinu.

„Ég er bjartsýnn að við höldum okkur uppi. Við höfum sýnt það í síðustu fjórum leikjum að við eigum fullt erindi í þessari deild."

Völlurinn á Fáskrúðsfirði hefur ekki verið í nothæfu ástandi undanfarin ár og því spilar Leiknir heimaleiki sína í Fjarðabyggðarhöllinni.

„Maður er að venjast þessu en þar sem veðrið hefur nú kannski ekki alltaf verið sem best það sem af er sumri er ég mjög sáttur við okkar heimavöll."

Kristinn er uppalinn á Blönduósi og þar lék hann með Hvöt í yngri flökkunum. „Það var fínt á sumrin en síðan var auðvitað bara innanhússbolti í 7 mánuði á ári. En ég fékk góða þjálfun sem ég bý að í dag," sagði Kristinn sem lék síðar með Tindastóli í meistaraflokki. Eftir tvö ár hjá Sindra á Höfn í Hornafirði gekk hann síðan til liðs við Leikni í vetur.

„Þeir sýndu mér mikinn áhuga strax eftir síðasta tímabil. Ég var á þeim timapunkti búinn að ákveða að taka skref upp á við og þeirra plön og áhugi fengu mig til að færa mig aðeins austar á landið," sagði Kristinn en honum líkar vel á Fáskrúðsfirði.

„Lífið hér á Fáskrúðsfirði er bara þrælgott. Ég kann vel við rólegheitin og umgjörðin og metnaðurinn hjá félaginu eru til fyrirmyndar."

Sjá einnig:
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner