Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 26. júní 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Boer: Getum gert eitthvað flott með þennan pening
Nýr stjóri Crystal Palace.
Nýr stjóri Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Hinn hollenski Frank de Boer var í dag tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Crystal Palace. Hinn 47 ára gamli de Boer skrifaði undir þriggja ára samning, en hann tekur við af Sam Allardyce.

De Boer er fyrrum þjálfari Ajax og Inter Milan, en hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi í dag.

„Markmiðið er að byggja upp gott úrvalsdeildarlið, ekki að berjast í fallbaráttu," sagði de Boer.

„Það er okkar aðalmarkmið, ef við gerum meira þá er það fínt."

Hann er spenntur fyrir því að eyða peningunum hjá Palace.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir félaginu. Að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni er mjög spennandi tækifæri."

„Þetta félag getur vaxið meira og meira. Þeir eyða miklum peningi hérna og það er möguleiki á því að við getum gert eitthvað flott með þennan pening," sagði hann.

„Ég hef ekki enn hitt leikmennina. Við munum skoða það að kaupa einn eða tvo leikmenn, en það er nauðsynlegt fyrir mig að hitta alla leikmennina fyrst," sagði þessi fyrrum hollenski landsliðsmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner