Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 09:45
Mist Rúnarsdóttir
Fanney Einars: Meðalaldurinn rétt rúm 17 ár
Við kíkjum á Augnablik í 2. deildinni í dag
Við kíkjum á Augnablik í 2. deildinni í dag
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fanney Einarsdóttir fyrirliði segir okkur frá starfinu hjá Augnablik
Fanney Einarsdóttir fyrirliði segir okkur frá starfinu hjá Augnablik
Mynd: Aðsend
Frá leik Augnabliks og Keflavíkur sl. sumar
Frá leik Augnabliks og Keflavíkur sl. sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við höldum áfram að skoða stemninguna hjá liðunum í 1. og 2.deild kvenna í gegnum liðinn „Hvað er að frétta“. Í dag fáum við fréttir frá Augnablik sem leikur í nýstofnaðri 2. deild.

Augnablik er um miðja deild með 7 stig eftir sex fyrstu umferðir. Liðið er í samstarfi við Breiðablik og að mestu byggt upp á ungum leikmönnum sem einnig spila undir merkjum Breiðabliks/Augnabliks í 2. og 3.flokki.

Fyrirliðinn Fanney Einarsdóttir sá um að sýna okkur á bakvið tjöldin hjá Augnablik en hún verður í eldlínunni ásamt liðsfélögum sínum á fimmtudag þegar liðið heimsækir Hvíta Riddarann.

Augnablik:
Erkifjendur: Fjölnisstelpurnar hafa reynst okkur erfiðar
Heimavöllur: Fagrilundur
Fyrirliði: Fanney Einarsdóttir
Þjálfarar: Guðjón Gunnarsson og Sölvi Guðmundsson


Hvernig er stemningin hjá Augnablik?
Stemningin í hópnum er mjög góð enda flestar sem hafa spilað mikið saman frá unga aldri með Breiðablik og nýir leikmenn passa vel inn í hópinn.

Hvernig er liðið byggt upp?
Liðið okkar samanstendur af stelpum á 2. og 3. flokks aldri eða á aldrinum 15-19 ára. Við erum flest allar uppaldar hjá Breiðablik en einnig höfum við fengið nokkrar frá öðrum liðum.

Eru miklar breytingar á hópnum frá því í fyrra?
Já töluverðar breytingar urðu á hópnum okkar eftir síðasta sumar. Svokölluð kynslóðaskipti urðu þar sem mikill hluti af elstu stelpunum ákváðu að breyta til, nokkrar settu skóna á hilluna og nýir yngri leikmenn að stíga upp. Allar hafa fengið ný hlutverk, eldri leikmennirnir reyna að deila reynslu sinni með þeim yngri sem eru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki. Einnig urðu þjálfaraskipti í vetur.

Hvert er markmið sumarsins hjá ykkur?
Markmið sumarsins er að reyna að komast aftur upp í 1.deild en við hugsum aðeins um einn leik í einu og reynum að gera okkar besta hverju sinni og sækja sigur.

Ertu ánægð með byrjunina á tímabilinu?
Bæði og, við náum vel saman sem lið og erum að spila góðan fótbolta en erum búnar að tapa dýrmætum stig.

Ertu ánægð með nýja deildarfyrirkomulagið?
Já ég held að til lengri tíma litið sé þetta mun betra skipulag heldur en riðlaskiptingin í 1. deild.

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um:
Meðalaldurinn í liðinu er rétt rúmlega 17 ár.

Eitthvað að lokum:
Hvet fólk til að mæta á fleiri kvennaleiki ;)
Athugasemdir
banner
banner