Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júní 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Lyon hættur að eltast við Olivier Giroud
Giroud fer ekki til Lyon.
Giroud fer ekki til Lyon.
Mynd: Getty Images
Lyon mun ekki lengur reyna að fá Olivier Giroud í sínar raðir eftir félagið keypti Bertrand Traore frá Chelsea í dag.

Franska félagið tilkynnti um kaupin á Traore áðan. Hann kemur til liðsins fyrir 10 milljónir evra.

Um helgina sagði Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, að hann hefði áhuga á Giroud, en svo er ekki lengur.

„Við viljum ekki vera með of marga sóknarmenn," sagði Aulas þegar hann var spurður út í Giroud í kvöld.

„Arsenal vill halda honum."

Giroud hefur verið orðaður frá Arsenal eftir að hafa aðeins byrjað 11 deildarleiki á síðustu leiktíð. West Ham er áhugasamt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner