Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Sveinn Sigurður Jóhannesson (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Í dag sýnir Sveinn Sigurður Jóhannesson markvörður Stjörnunar í Pepsi-deild karla á sér hina hliðina.

Sveinn er fæddur árið 1995 og lék sinn fyrsta meistaraflokks mótsleik með Skínanda árið 2013. Hann er uppalinn í Stjörnunni. Í fyrra lék hann helming leikja Fjarðabyggðar í Inkasso-deildinni.

Fullt nafn: Sveinn Sigurður Jóhannesson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Siggi Svenni er skelfilegt.

Aldur: 22.

Hjúskaparstaða: Kærustu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15 ára á móti Njarðvík en fyrsti leikur í Pepsi var 2014.

Uppáhalds drykkur: Mjög einfalt og leiðinlegt en íslenska vatnið er best.

Uppáhalds matsölustaður: XO er í uppáhaldi en það toppar ekkert matinn á Randulfs.

Hvernig bíl áttu: Keyri um á hvítum Volkswagen Golf Gti.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones, Vikings og Grand Tour.

Uppáhalds tónlistarmaður: Lumineers.

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Alltaf jafn áhugavert þegar maður fær eitthvað frá Guðjóni Orra en þegar Eyjólfur Héðins er í svefngalsa þá setur hann ný met.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Gamla ísinn, Oreo, jarðaber og tromp.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sælir. Ég ætla að setja nálar í þig í dag.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi aldrei segja aldrei, svo lengi sem ég fengi að spila fótbolta.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég fékk eitthvern tíman að æfa með A-landsliðinu í 3-4 daga. Það voru þó nokkrir góðir þar.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Að spila á móti Jóni Arnari Barðdal er hreint út sagt óþolandi, hvort sem það er fótbolti eða nokkuð annað.

Sætasti sigurinn: Allt 2014, úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðarblik.

Mestu vonbrigðin: Engin, allt gamalt og grafið sem skiptir ekki máli í dag.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Pétur Már Bernhöft svo stemningin væri alltaf 100%

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Færa leiktímana í Pepsídeildinni yfir á fimmtudaga og fara með jarðýtu yfir þessa blessuðu hlaupabraut.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sölvi Snær, bíðið bara.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daníel Laxdal.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Stjörnustelpurnar.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Eyjólfur Héðinsson klárlega.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sveitin hjá ömmu og afa 100%.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í vetrar leik hjá Stjörnunni og Blikum í 2.flokki átti sér stað mjög sérstakt atvik þegar Árni Vill skorar og byrjar að fagna, hann fékk ekki mikinn tíma í það. Þar sem Davíð, leikmaður Stjörnunnar tekur á harða sprett á eftir honum, hnoðar í snjóbolta á leiðinni og kastar snjóboltanum beint í andlitið á Árna.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Labba beint fram og fæ mér morgunmat, svo tek ég símann af airplane og sé hvort eitthvað skemmtilegt sé þar.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Karfan, NFL, UFC er það helsta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Það er fer mikið eftir undirlaginu en oftast Nike Tiempo og Magista.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var ekki lélegur í neinu sérstöku en ég var lélegur að mæta þar sem mig langaði bara að spila fótbolta allan daginn.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Jóhanna Guðrún - Is it true.

Vandræðalegasta augnablik: Án efa þegar ég mætti nývaknaður í skólasund og var alltof seinn, Ég flýtti mér eins og ég gat í sturtu, hljóp út og þegar ég var búin að hlaupa framhjá heitu pottunum þá kallar einhver á mig að ég sé að gleyma einhverju... Ég skildi ekkert þangað til að ég leit niður en þá hafði ég gleymt að fara í sundskýluna.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Manuel Neuer, Iker Casillas, Buffon væri lærdómsríkur félagsskapur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég söng inn á plötu þegar ég var 6 ára
Athugasemdir
banner
banner
banner