Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. júní 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huddersfield að slá félagsmetið strax aftur
Verður dýrastur í sögu Huddersfield.
Verður dýrastur í sögu Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Huddersfield. Nýliðarnir ætla sér ekki að falla úr ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Á föstudagskvöld keypti félagið sóknarmanninn Laurent Depoitre frá Porto á metfé. Hann varð dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins, en núna, nokkrum dögum síðar er annar leikmaður að fara að taka þennan titil af honum.

Huddersfield er í viðræðum við franska félagið Montpellier um kaup á öðrum sóknarmanni, sá heitir Steve Mounie.

Michel Der Zakarian, þjálfari Montpellier, sagði í dag að Mounie væri farinn til Englands í læknisskoðun.

„Steve Mounie er farinn. Hann fer í læknisskoðun áður en hann skrifar undir í Englandi," sagði Zakarian.

Hinn 22 ára gamli Mounie var að klára fínt tímabil í Frakklandi. Hann skoraði 14 mörk og lagði upp þrjú í frönsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner