Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júní 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Umferðin klárast í Pepsi-deild karla
Ólsarar fara á Víkingsvöll.
Ólsarar fara á Víkingsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag klárast 9. umferðin í Pepsi-deild karla.

Það voru þrír leikir spilaðir á laugardag, það var einn leikur í dag og í dag verða tveir, vonandi hörkuleikir, spilaðir.

Fyrri leikur kvöldsins er Víkingsslagur! Víkingur úr Reykjavík fær heimsókn frá nöfnum sínum úr Ólafsvík kl 19:15. Seinni leikurinn er svo á milli Breiðabliks og Grindavíkur, en síðarnefnda liðið hefur komið öllum á óvart í sumar. Nær Breiðablik að stöðva Grindavík?

Það er einnig leikið í 4. deild karla þar sem tveir leikir hefjast 20:00. Það er einn leikur í 1. deild kvenna, hann hefst 18:00.

Sjáðu alla leikina hér að neðan.

mánudagur 26. júní

Pepsi-deild karla 2017
19:15 Víkingur R.-Víkingur Ó. (Víkingsvöllur)
20:00 Breiðablik-Grindavík (Kópavogsvöllur)

4. deild karla 2017 C-riðill
20:00 Kóngarnir-Ýmir (Eimskipsvöllurinn)
20:00 Léttir-Úlfarnir (Hertz völlurinn)

1. deild kvenna
18:00 Hamrarnir-HK/Víkingur (Boginn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner