Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júní 2017 12:07
Magnús Már Einarsson
Köhlert ætlar að fara frá Val
Köhlert í leik með Val.
Köhlert í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Danski miðjumaðurinn Nicolaj Köhlert vill komast í burtu frá Val en frá þessu greinir hann í samtali við Bold.dk í dag. Köhlert gekk í raðir Vals í vetur en hefur ekki verið í leikmannahópi Vals í síðustu þremur leikjum.

Hinn 24 ára gamli Köhlert kom inn á sem varamaður í þremur leikjum í Pepsi-deildinni í byrjun sumars auk þess sem hann spilaði tvo leiki í Borgunarbikarnum.

„Þetta hefur ekki gengið eins og ég bjóst við. Ég hef ekki náð að finna mig innan sem utan vallar. Þess fyrir utan meiddist ég lítillega í byrjun auk þess sem fleiri hlutir hafa spilað inn í," sagði Köhlert.

Köhlert var á sínum tíma á mála hjá Liverpool en hann vill nú komast heim til Danmerkur. Þar stefnir hann á að leika í næstefstu deild.

„Ég hef rætt við félagið (Val) og við erum sammála um að finna lausn á þessu. Ég má skoða í kringum mig og leita að öðru félagi. Ég hef fengið leyfi til að fara annað á reynslu og það er planið núna," sagði Köhlert.

Þrír aðrir danskir leikmenn eru á mála hjá Val en það eru þeir Rasmus Christiansen, Nikolaj Hansen og Nicolas Bögild. Þeir tveir síðarnefndu hafa ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner