Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Mikill uppgangur í þjálfaramálum kvenna
Mynd: KSÍ
Fyrir leik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní, útskrifaði KSÍ 9 þjálfara með KSÍ A þjálfararéttindi. Að þessu sinni voru þetta eingöngu konur sem útskrifuðust og nú eru alls 22 konur með réttindin.

Námskeiðið hófst síðari hluta september 2016, en meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting, bóklegt og verklegt próf sem og hópavinna þar sem þær fylgdust með hver annarri að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ.

Eftirtaldir þjálfarar voru útskrifaðir:
Bára Rúnarsdóttir
Bóel Kristjánsdóttir
Helga Helgadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Margrét Magnúsdóttir
Margrét María Hólmarsdóttir
Sigridur Bjork Thorlaksd. Baxter
Soffia Ámundadóttir
Sólrún Sigvaldadóttir
Athugasemdir
banner
banner