„Mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik," sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir markalaust jafntefli gegn Grindavík í kvöld. Milos viðurkenndi að hann var svekktur eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Grindavík
„Við spiluðum vel en boltinn vildi ekki inn, eða við vorum stressaðir í að klára þetta. Stundum spilar maður svona leiki."
„Það er margt jákvætt. Á ákveðnum punktum náðum við að spila boltanum hratt í fyrstu snertingu, við náðum að opna þá."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir