Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olic segir Bild ljúga - Hann er ekki hættur
Olic er ekki hættur í fótbolta.
Olic er ekki hættur í fótbolta.
Mynd: Getty Images
Ivica Olic, fyrrum sóknarmaður Bayern München og króatíska landsliðsins, er ekki hættur í fótbolta þrátt fyrir fréttir um það.

Olic átti að hafa sagt þýska blaðinu Bild að hann væri hættur í fótbolta, 37 ára að aldri, á föstudag.

Þetta kom fram eftir að lið hans, 1860 München, féll niður í þýsku 3. deildina, en Olic segir þetta ekki satt.

„Ég veit að Bild birti það að ég væri hættur, en það er ekki satt," sagði hann við Sportske novosti.

„Kannski hef ég spilað minn síðasta leik og kannski ekki. Þetta er alveg eins og síðasta sumar, ef ég fæ tilboð sem er gott fyrir mig, þá mun ég halda áfram," útskýrði hann.

„Ég er ekki meiddur. Mér líður vel og ég get spilað."
Athugasemdir
banner
banner
banner