mán 26. júní 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Alex Freyr sá um Ólsara
Alex Freyr var öflugur í kvöld.
Alex Freyr var öflugur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('50 )
2-0 Alex Freyr Hilmarsson ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Það var Víkingsslagur í Fossvoginum í kvöld. Víkingur úr Reykjavík fékk Víking úr Ólafsvík í heimsókn í Pepsi-deild karla.

Það munaði fjórum stigum á liðunum fyrir leikinn, Víkingur R. var í 7. sæti, en Ólsarar gátu komist upp úr fallsæti með sigri.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en besta færi fyrri hálfleiksins fékk Alex Freyr Hilmarsson. Vladimir Tufegdzic átti gott hlaup upp í hornið vinstra megin og sendi hann fyrir á Alex Frey, en Cristian í marki Ólsara varði skot hans úr góðu færi.

Þegar fimm mínútur voru búnar í seinni hálfleiknum kom fyrsta markið. Það gerði Alex Freyr Hilmarsson beint út aukaspyrnu, en það var hægt að setja spurningamerki við Christian í markinu.

Alex Freyr gerði síðan út um leikinn á 84. mínútu eftir flotta sendingu frá Ívari Erni Jónssyni. Þetta reyndist síðasta mark leiksins.

Lokatölur 2-0 fyrir Víking R. og Alex Freyr hetjan.

Víkingur R. fer upp í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, en Ólsarar eru áfram í fallsæti með sjö stig. Þeir eru á botninum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner