Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Engin mörk skoruð á Kópavogsvelli í kvöld
Annað jafnteflið í röð hjá Blikum.
Annað jafnteflið í röð hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var ekkert skorað á þessum velli í kvöld.
Það var ekkert skorað á þessum velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Breiðablik 0 - 0 Grindavík
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik fékk spútniklið Grindavíkur í heimsókn í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi-deild karla í kvöld.

Grindavíkingar hafa komið öllum á óvart í sumar, en þeir eru í toppbaráttu. Breiðablik hafði ekki unnið í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld og voru í neðri hlutanum.

Heimamenn fengu að vera með boltann í fyrri hálfleiknum án þess að skapa sér mikið af færum. Múr gestanna var þéttur.

Blikar fengu reyndar nokkur færi í fyrri hálfleiknum. Höskuldur Gunnlaugsson fékk líklega það besta þegar hann fékk frítt skallafæri inn á teignum. Skalli hans fór hins vegar í jörðina og yfir.

Það var sama sagan í seinni hálfleiknum. Blikar héldu áfram að sækja og Grindavíkurliðið var agað í leik sínum.

Svo fór að lokum að hvorugt liðið náði að skora og markalaust jafnefli var niðurstaðan. Ekki skemmtilegasti leikurinn til að "slútta" þessari annars ágætu umferð.

Grindavík er í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Vals, á meðan Breiðablik er í 8. sætinu með 11 stig.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner