Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júní 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba gefur Mbappe og Dembele góð ráð
Pogba er ráðagóður.
Pogba er ráðagóður.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að Kylian Mbappe og Ousmane Dembele verði að taka hlutunum alvarlega ef þeir ætla að standast þær miklu væntingar sem gerðar eru til þeirra.

Báðir hafa slegið í gegn með félagsliðum sínum, Mbappe með Mónakó og Dembele með Borussia Dortmund.

Þeir hafa báðir verið orðaðir við önnur stórlið í sumar, og Pogba, sem er dýrasti fótboltamaður sögunnar, býst við miklu af þeim.

„Ungu leikmennirnir eins og Mbappe og Dembele eru mjög hæfileikaríkir," sagði Pogba um landa sína. „Ég hef aldrei séð þetta, ungir leikmenn sem haga sér svona, þeir eru mjög rólegir."

„Framtíðin er þeirra, en þeir verða að taka þessu alvarlega. Þeir eru krakkar, ungt fólk sem er með heila. Óska þeim alls hins besta, líka með Frakklandi," sagði Pogba enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner