Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. júní 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rigning kom í veg fyrir að Ronaldinho færi til Man Utd
Var næstum því farinn til Manchester.
Var næstum því farinn til Manchester.
Mynd: Getty Images
Veðrið alræmda í Manchester kom í veg fyrir að Manchester United tækist að kaupa brasilíska snillinginn Ronaldinho árið 2003.

David Beckham yfirgaf United um sumarið þetta ár og félagið leitaði að leikmanni í hans stað. Ronaldinho var settur efstur á óskalistann, en á þeim tíma lék hann með Paris Saint-Germain.

Ronaldinho ákvað að lokum að fara ekki til Man Utd og samdi við Barcelona í staðinn. Quinton Fortune, fyrrum leikmaður United, telur sig vita ástæðuna fyrir því að Ronaldinho ákvað ekki að semja við rauðu djöflanna. Hann telur að veðrið hafi spilað inn í.

„Það var vitleysa hjá okkur að fá Ronaldinho á röngum tíma ársins. Það var rigning þegar hann lenti í Manchester," sagði Fortune.

„Kannski var sumar, en ef við hefðum fengið hann á réttum degi þá hefði sagan verið öðruvísi."
Athugasemdir
banner
banner
banner