Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júní 2017 16:20
Magnús Már Einarsson
Þjálfaramál Fram til skoðunar - Óli Brynjólfs kemur til greina
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram gegn Gróttu.
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við látum reyna á það í þessari viku hvort einhver sé á lausu sem að við höfum áhuga á að bjóða starfið eða hvort við höldum okkur við núverandi teymi sem er að vinna með liðið. Það skýrist fyrir lok vikunnar," segir Hermann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, um stöðuna á þjálfaramálum liðsins.

Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn frá Fram í síðustu viku en aðstoðarþjálfarinn Ólafur Brynjólfsson stýrði liðinu gegn Gróttu á fimmtudag.

Ólafur stýrir æfingum hjá Fram þessa dagana og möguleiki er á að hann taki við liðinu.

„Það er ekkert útilokað. Við ráðum ekki einhvern til að ráða einhvern. Við vitum hvað við höfum í Óla og hann er mjög fínn," sagði Hermann.

Framarar hafa ekki ennþá rætt við neina aðra þjálfara um möguleikann á að taka við.

„Við kláruðum þennan leik á móti Gróttu og svo voru menn út úr bænum um helgina. Við ætlum að hittast á eftir og fara yfir stöðuna. Við ætlum að skoða hvaða nöfn eru í boði og hvað kemur til greina. Við erum bara á fyrstu metrunum. Liðið er í flottum höndum hjá Óla á meðan og það er ekkert panic að finna mann í hvelli," sagði Hermann.

Framarar eru í 4. sæti í Inkasso-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Selfossi á útivelli á föstudagkvöld.
Óli Brynjólfs: Var ósammála þeirri ákvörðun að reka Ása
Athugasemdir
banner
banner
banner