Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júní 2017 15:44
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Arons fékk sparkið eftir jafnteflið í gær
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Getty Images
Bard Flovik, þjálfari Arons Sigurðarsonar hjá Tromsö, var rekinn í dag vegna óásættanlegs árangurs á tímabilinu.

1-1 jatntefli gegn Sandefjord í gær reyndist síðasti naglinn í kistuna.

Aron skoraði mark Tromsö í leiknum en sagði í viðtölum eftir leikinn að hann væri mjög svekktur því hann hefði átt að skora að minnsta kosti tvö mörk miðað við færin sem hann fékk.

Þrátt fyrir slakan árangur Tromsö hefur Aron leikið vel og er í 8. sæti hjá Verdens Gang í einkunnagjöf í deildinni. Hollenska félagið Twente vill fá Aron og hefur verið í viðræðum við forráðamenn Tromsö.

Trom­sö er í næst neðsta sæti norsku deild­ar­inn­ar eftir 14 umferðir en liðinu hef­ur aðeins tek­ist að vinna einn af síðustu 11 leikj­um sín­um.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner