banner
   mán 26. júní 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Til í að selja Keita til Liverpool fyrir háa upphæð
Keita brosandi.
Keita brosandi.
Mynd: Getty Images
Líkurnar á því að Liverpool geti fengið miðjumanninn Naby Keita frá RB Leipzig hafa aukist eftir að þýska félagið sagðist tilbúið að selja Keita fyrir rétta upphæð.

Verðmiðinn á leikmanninum er þó ansi hár, 70 milljónir punda.

Keita er efstur á óskalista Jurgen Klopp eftir að hann tryggði sér egypska landsliðsmanninn Mohamed Salah frá Roma í síðustu viku.

Þá vill Klopp enn fá miðvörðinn Virgil van Dijk frá Southampton þrátt fyrir að Liverpool baðst opinberlega afsökunar á því að hafa reynt að fá hollenska varnarmanninn og sagðist ekki ætla að gera fleiri tilraunir.

Keita neitaði að skrifa undir nýjan samning við Leipzig í lok nýliðins tímabils. Hann átti virkilega öflugt tímabil þegar Leipzig kom öllum á óvart með því að enda í öðru sæti þýsku deildarinnar. Liðið er að fara að taka þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn.

Keita á þrjú ár eftir að gildandi samningi sínum sem hann undirritaði í fyrra þegar hann kom frá Red Bull Salzburg.

Liverpool er að íhuga að bjóða 50 milljónir punda í Keita sem er „box í box" miðjumaður sem skoraði átta mörk og átti sjö stoðsendingar í sínu fyrsta tímabili í þýsku Bundesligunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner