mán 26. júní 2017 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við viljum ekki selja Gylfa Sigurðsson"
Gylfi er lykilmaður fyrir Swansea.
Gylfi er lykilmaður fyrir Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea vill ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson. Þetta segir starfsmaður félagsins, Chris Pearlman, við Wales Online.

Everton hefur mikinn áhuga á að fá Gylfa í sínar raðir, en í gær bárust fréttir af því að Swansea hefði hafnað 27 milljón punda tilboði frá Everton í íslenska landsliðsmanninn.

Hinn 27 ára gamli Gylfi á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Swansea og félagið ætlar sér að halda honum.

„Ég veit að Steve og Jason (eigendur Swansea) vilja halda honum," sagði Perlman við Wales Online.

„Við munum ekki gera samning sem er ekki góður fyrir félagið, þannig að við viljum ekki selja hann."

„Það er engin löngun hjá okkur að selja Gylfa Sigurðsson. Hann er frábær fyrir félagið, vinnusamur, við elskum öll að horfa á hann spila og við viljum hafa hann hérna á næsta ári."

„Gylfi er magnaður náungi."
Athugasemdir
banner
banner