Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. júlí 2014 12:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: 101 Great Goals 
Bendtner skefur ekkert af launakröfum sínum
Mynd: Getty Images
Nicklas Bendtner, fyrrum framherji Arsenal skefur lítið af launakröfum sínum þar sem hann er að semja við nýtt félag.

Bendtner er samningslaus en hann var á 50 þúsund punda samning á viku hjá Arsenal og er ekki hrifinn af því að skera það alltof mikið niður en kröfur hans bjóða jafnvel upp á launahækkun.

Samningaviðræður hans við Eintracht Frankfurt sigldu í strand vegna launakröfu leikmannsins.

,,BT segir að Bendtner hafi farið fram á nálægt 40 þúsund pund á viku, plús 30 þúsund pund fyrir hvert einasta stig sem Frankfurt tekur í deildinni. Þeir leita núna að öðrum leikmanni," kemur fram í tísti frá Marcus Christenson, fréttaritara Guardian á Twitter
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner