lau 26. júlí 2014 10:58
Elvar Geir Magnússon
Garry Monk: Gylfi kemur með mikil gæði inn í hópinn
Gylfi er kominn aftur í raðir Swansea.
Gylfi er kominn aftur í raðir Swansea.
Mynd: Heimasíða Swansea
Garry Monk, stjóri Swansea.
Garry Monk, stjóri Swansea.
Mynd: Getty Images
Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, segir það hafa gríðarlega jákvæð áhrif á leikmannahóp félagsins að hafa fengið Gylfa Þór Sigurðsson frá Tottenham.

„Ég vildi fá Gylfa inn vegna þeirra gæða sem hann býr yfir," segir Monk.

„Hann getur skorað mörk og hefur sannað sig á þessu stigi leiksins. Þá fáu daga sem við höfum haft hann þá hefur hann þegar sýnt yfir hverju hann býr. Hópurinn hefur vel tekið eftir því og það hefur jákvæð áhrif."

„Það var mikilvægt að fá Gylfa. Félagið hefur reynt að fá hann í allt sumar. Hann eykur gæðin í leikmannahópnum með sínum gæðum. Hann þekkir félagið, stuðningsmennina, svæðið og það sem ætlast er til af honum."

„Gylfi er fljótur að læra og taka leiðbeiningum. Hann er duglegur að pikka upp nýja hluti og það er ein af ástæðum þess að ég fékk hann hingað. Hann getur skorað, búið til færi og leyst margar stöður," segir Monk.

„Þá er hann auðmjúkur og fellur strax inn í hópinn. Hann hefur upp á allt að bjóða þegar þú skoðar þá hluti sem þú vilt í fari leikmanns sem þú kaupir. Hann er leikmaður sem er flottur fyrir bestu lið landsins og hefur spilað marga leiki fyrir Tottenham í úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni."

„Það er frábært fyrir okkur að fá hann. Við viljum að hann uppfylli sinn metnað hérna og hann vill hjálpa liðinu að komast lengra. Allir hérna eru fullir tilhlökkunar eftir því að sjá hann spila aftur í treyju Swansea og hann er kominn í lið sem hentar honum vel varðandi leikstílinn sem hann vill spila."
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner