lau 26. júlí 2014 10:44
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Arsenal.com 
Henry: Voru forréttindi að spila í Arsenal treyjunni
Mynd: Getty Images
Í dag verður sérstakur atburður hjá Arsenal, en þeir taka á móti New York Red Bulls í vináttuleik.

Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, Thierry Henry, er að fara að mæta sínum gömlu félögum.

Á blaðamannafundi var Henry að sjálfsögðu spurður út í tíma sinn hjá Arsenal en hann er í guðatölu hjá félaginu.

,,Að vera í treyjunni var forréttindi fyrir mig. Ég skildi það þegar ég fór og kom til baka 2012 til að spila þessa sjö eða átta leiki. Að vera í Arsenal treyjunni var mikilvægasti hluturinn og það er ótrúleg tilfinning,“ sagði Henry

,,Þetta hljómar skrítið að spila gegn Arsenal en í raun verður þetta eins og að vera á æfingu því ég hef æft með þeim utan tímabils.“

,,Það sem ég er ánægður með er að bandarískir aðdáendur fá að sjá Arsenal og fyrir suma að geta spilað gegn þeim því sumir okkar voru ekki hér þegar við spiluðum gegn Arsenal í Emirates Cup.“

,,Ég held það verði frábært fyrir þá að spila gegn liði eins og Arsenal FC“

Athugasemdir
banner
banner
banner