Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. júlí 2014 13:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: goal.com 
James Rodriquez var nærri genginn í raðir Espanyol
Mynd: Getty Images
HM stjarnan James Rodriquez varð á dögunum fjórði dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Monaco fyrir stjarnfræðilega upphæð, eða 80 milljónir evra.

Fyrir fjórum árum var James nálægt því að ganga í raðir Espanyol en á endanum gekk hann til liðs við Porto eftir að hafa átt í miklum viðræðum við Espanyol.

,,Það var sumrið 2010 að við vorum komnir langt með að ná samning við James og forgangur okkar var að kaupa hann," sagði Ramon Planes, fyrrum íþróttaformaður Espanyol.

,,Hann var mjög nálægt Espanyol. Við vorum á lokastigi í viðræðum, vorum komin með samkomulag um kaupverð milli liða, við töluðum nokkrum sinnum og hann vildi koma."

,,Vandamálið var að sannfæra hann sjálfan um kjör og nokkrum dögum seinna fór hann til Porto."

James vakti athygli meðal allra á HM og var markahæstur á mótinu með sex mörk eins og flestum er kunnugt um.
Athugasemdir
banner