Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 26. júlí 2014 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Lahm löngu búinn að ákveða að hætta með landsliðinu
Philipp Lahm í leik á HM.
Philipp Lahm í leik á HM.
Mynd: Getty Images
Philipp Lahm segir að það hafi alltaf verið planið hjá sér að hætta að leika með þýska landsliðinu löngu áður en liðið varð heimsmeistari í Brasilíu.

Það kom mörgum á óvart þegar hinn 30 ára gamli leikmaður Bayern Munchen tilkynnti að hann væri hættur að leika með landsliðinu eftir keppnina, þar sem Evrópumótið er eftir tvö ár.

En Lahm segir að nú sé rétti tíminn til að hætta og hleypa nýjum leikmönnum að.

,,Hægt og rólega komst ég að þessari niðurstöðu á síðustu leiktíð. Ég vissi að ég myndi hætta að leika með landsliðinu eftir HM."

,,Ég er ánægður og þakklátur fyrir því að hafa endað landsliðsferilinn minn með því að vinna HM í Brasilíu. Fyrir mig persónulega er þetta einfaldlega rétti tíminn til að hætta."

,,Það er endalaus hæfileiki í þessu liði og góð blanda, það eru fleiri nýjir á leiðinni líka," sagði Lahm í samtali við Fifa.com
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner