lau 26. júlí 2014 11:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd aftur í baráttuna um Di Maria
Powerade
Hefur Manchester United blandað sér í baráttuna um Angel Di Maria á nýjan leik?
Hefur Manchester United blandað sér í baráttuna um Angel Di Maria á nýjan leik?
Mynd: Getty Images
Shaqiri er orðaður við Liverpool enn og aftur.
Shaqiri er orðaður við Liverpool enn og aftur.
Mynd: Getty Images
Góðan og margblessaðan laugardag. Hér að neðan má sjá samantekt af helsta slúðrinu sem ensku götublöðin birta í dag en BBC tók saman að vanda.

Manchester United hefur blandað sér á ný í baráttuna um Angel di Maria (26 ára) vængmann Real Madrid. Di Maria virtist á leið til Paris St-Germain en ekki hefur tekist að semja. (The Sun)

Southampton vill halda franska landsliðsmiðjumanninum Morgan Schneiderlin (24 ára) og mun tilkynna Tottenham og Arsenal að reiða þurfi fram 27 milljónir punda ef félögin vilji fá hann. (Guardian)

Ronald Koeman, nýr stjóri Southampton, hefur hafnað 3,25 milljón punda tilboði í varnarmanninn Jose Fonte (30) frá Cardiff City í Championship-deildinni. (Daily Mirror)

Barcelona íhugar að gera tilboð í varnarmanninn Thomas Vermaelen (28) hjá Arsenal en Belginn er einnig á óskalista Manchester United. (The Sun)

Arsenal hefur möguleika á að kaupa Mario Balotelli frá AC Milan (23) fyrir 7,9 milljónir punda ef enska félagið lætur Joel Campbell til Milan. (Metro)

QPR er á lokastigi viðræðna um kaup á franska landsliðsmiðjumanninum Mathieu Valbuena (29) frá Marseille. Dynamo Moskva hefur einnig áhuga. (Daily Mirror)

Everton vonast til að ganga frá 18 milljóna punda kaupum á Romelu Lukaku (21) sóknarmanni Chelsea. (Daily Express)

Everton er einnig að kanna möguleika á að fá framherjann Lacina Traore aftur á láni frá Monaco. (Times)

Rudi Garcia, stjóri Roma, segir að miðjumaðurinn Kevin Strootman, fari ekki til Manchester United í sumar. (Sky Sports)

Liverpool hefur gert 14,2 milljóna punda tilboð í Xherdan Shaqiri, vængmanninn svissneska hjá Bayern München (22). (Daily Star)

West Ham hefur verið í viðræðum við Hugo Almeida, sóknarmann Besiktas (30), eftir að ljóst var að Andy Carroll væri frá í fjóra mánuði. (Times)

Atletico Madrid vill fá Antoine Griezmann (23) framherja Real Sociedad en Tottenham vill einnig leikmanninn. (Daily Express)

Wayne Rooney vill verða næsti fyrirliði Manchester United og trúir því að hann gæti lyft Englandsmeistarabikarnum á næsta ári. (Manchester Evening News)

Joleon Lescott segist ánægður hjá West Brom og ekkert sé til í fréttum þess efnis að hann sé pirraður yfir því að félagið hafi ekki styrkt sig meira. (Birmingham Mail)

David Sullivan, annar eiganda West Ham, segir að félagið sjái eftir því að hafa látið öll eggin í eina körfu með því að kaupa Andy Carroll á 15 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Wojciech Szczesny (24) verður áfram aðalmarkvörður Arsenal þrátt fyrir að Kólumbíumaðurinn David Ospina sé mættur frá Nice. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner