Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. júlí 2014 09:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Osman vill fá fleiri leikmenn til Everton
Leon Osman.
Leon Osman.
Mynd: Getty Images
Leon Osman, miðjumaður Everton, er vongóður um að liðið bæti við sig fleiri leikmönnum áður en leiktíðin hefst.

Gareth Barry hefur nú þegar gengið til liðs við liðið eftir að hafa átt gott tímabil á láni frá Manchester City á síðustu leiktíð.

Talið er að Muhamed Besic, miðjumaður Ferencvaros fari til liðsins í næstu viku, en hann æfir nú með liðinu.

Osman veit að liðið er að vinna í því að fá fleiri leikmenn og hefur hann trú á að Roberto Martinez nái að fá góða leikmenn til liðsins.


,,Við reynum að láta orðróma ekki trufla okkur, en stundum er ekki hægt að komast hjá því að heyra hvern þjálfarinn vill fá til félagsins," sagði Osman.


,,Besic ætti að koma til okkar á næstu dögum og við vitum að fleiri koma. Það væri gott ef þeir gætu komið áður en leiktíðin hefst."

Osman segir að hann væri alveg til í að fá Romelu Lukaku, frá Chelsea en hann lék afar vel með Everton liðinu á síðustu leiktíð og skoraði 16 mörk.


,,Það væri gott að fá Romelu aftur. Við vitum hvað hann er góður. Það er erfiðara að fá hann núna en það væri frábært að fá hann."
Athugasemdir
banner
banner