þri 26. júlí 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 12. umferð: Pizzuveislurnar gefa aukakraft
Róbert Örn Óskarsson - Víkingur R.
Róbert Örn kampakátur eftir sigurinn gegn KR.
Róbert Örn kampakátur eftir sigurinn gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert fílar sig vel í hermannabúningnum.
Róbert fílar sig vel í hermannabúningnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings R., lokaði búrinu gegn KR í gær. Víkingar unnu 1-0 sigur þar sem Róbert fór á kostum og átti góðar vörslur, þar af eina af vörslum sumarsins.

Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar fyrir frammistöðu sína.

Smelltu hér til að sjá úrvalslið umferðarinnar

„Það var gott að ná að slæma hendinni í boltann og koma honum í slána þarna einu sinni og blaka honum svo yfir seinna í leiknum. Það var mikilvægt að halda hreinu því við vissum að við myndum fá tækifæri til að skora," segir Róbert.

Víkingum hefur gengið bölvanlega með KR í gegnum tíðina á heimavelli sínum.

„Við vissum af þeirri staðreynd að illa hefur gengið með KR í Fossvoginum. En okkur öllum var sama þó sagan hafi ekki verið okkur í hag, við ætluðum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum okkur stóra hluti í deildinni. Það var mikilvægt að taka öll stigin."

Gott að skipta um umhverfi
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, opinberaði í viðtali eftir leikinn í gær að hann splæsir í pizzaveislu á sína leikmenn fyrir hvern leik sem þeir halda hreinu. Claudio Ranieri var með sama hátt hjá Leicester síðasta vetur.

„Hann skuldar okkur tvær pizzuveislur kallinn. Það gefur okkur aukakraft að fá pizzur og sérstaklega þegar hann þarf að borga fyrir þær," segir Róbert léttur en það er nóg af pizzuveislum framundan hjá honum enda fær hann verðlaun frá Domino's sem leikmaður umferðarinnar.

Róbert varði mark FH en fór til Víkings þegar Fimleikafélagið sótti Gunnar Nielsen markvörð. Róbert hefur spilað vel með Víkingum í sumar.

„Við höfum verið óheppnir að kroppa ekki í fleiri stig. Það hefur ekkert lið verið að ganga yfir okkur. Við höfum fimm hrein lök og fengið 12 mörk á okkur í 12 leikjum. Ég held að það sé hollt fyrir alla að skipta aðeins um umhverfi og kynnast nýjum hóp og nýjum þjálfurum. Þetta var erfitt en ég fann það um leið og ég mætti í Fossvoginn að þetta var rétt ákvörðun. Ég hef lært mikið," segir Róbert.

Víkingar eru komnir upp í sjötta sætið en ekki er langur vegur enn hærra upp töfluna. Róbert segir að menn stefni á að berjast um Evrópusæti.

„Það er 100% markmiðið. Ég hef fulla trú á okkur," segir Róbert að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner