Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Donnarumma stefnir á að verða fyrirliði AC Milan
Donnarumma er stór og stæðilegur.
Donnarumma er stór og stæðilegur.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma, markvörðurinn 17 ára, tryggði sér byrjunarliðssæti hjá AC Milan á síðasta tímabili og segist vonast til að framundan sé löng dvöl hjá félaginu.

Donnarumma segist vera í draumastöðu en hann hefur verið orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu.

„Ég er mjög til í að endurnýja samninginn minn. Ég vona að samband mitt og AC Milan muni endast í mörg ár. Ég hef alltaf haldið með liðinu og á mér drauma um að verða fyrirliði liðsins. Það er klárlega markmið fyrir framtíðina en ég tek eitt skref í einu," segir markvörðurinn ungi.

AC Milan hefur ekki verið að gera neinar rósir síðustu ár og endaði liðið í sjöunda sæti, 23 stigum frá Meistaradeildarsæti, síðasta tímabil.

Vincenzo Montella er tekinn við þjálfun liðsins.

„Hann er virkilega fær. Hann hefur svo mikla þrá og við erum allir að standa okkur vel. Hann er rétti þjálfarinn til að byrja nýja tíma með," segir Donnarumma um Montella.
Athugasemdir
banner