Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2016 12:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola nálægt því að krækja í þrjá
Gabriel Jesus er orðaður við City.
Gabriel Jesus er orðaður við City.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að Pep Guardiola gæti farið yfir 100 milljóna punda múrinn í sumarinnkaupunum á næstu dögum. Hann er sagður nálægt því að krækja í Leroy Saney og tvo unga sóknarmenn frá Suður-Ameríku, Gabriel Jesus og Marlos Moreno.

Guardiola hefur þegar keypt Ilkay Gundogan (21 milljón punda), Nolito (13,8 m) og Oleksandr Zinchenko (1,7 m). Samtals 36,5 milljónir punda.

Schalke vill fá 41,8 milljónir punda fyrir þýska sóknarmiðjumanninn Sane sem er 20 ára gamall. Txiki Begiristain, yfirmaður íþróttamála hjá City, er mjög bjartsýnn á að landa leikmanninum.

Jesus er 19 ára sóknarmaður Palmeiras sem er metinn á um 26 milljónir punda af brasilíska félaginu. Félagið hafnaði 16,7 milljóna punda tilboði frá Juventus en sú tala er nær því sem City er tilbúið að borga.

Moreno er 19 ára kólumbískur framherji hjá Atletico Nacional sem hefur komist að munnlegu samkomulagi við City. Hann verður keyptur á um það bil 8 milljónir punda.

John Stones, varnarmaður Everton, er einnig orðaður við City en þær viðræður eru skammt á veg komnar.

City er í æfingaferð í Kína og mætir Borussia Dortmund á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner