Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. júlí 2016 09:41
Magnús Már Einarsson
Klopp sendir Sakho heim
Sakho á góðri stundu.
Sakho á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sent Mamadou Sakho heim úr æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum.

Hinn 26 ára gamli Sakho hefur verið að glíma við meiðsli á hásin og ljóst er að hann missir af byrjun tímabilsins í ensku urvalsdeildinni.

Sakho fór með í æfingaferðina til Bandaríkjanna ásamt öðrum meiddum leikmönnum.

Klopp hefur nú ákveðið að senda Frakkann heima og talið er að stjórinn sé ósáttur með hugarfar hans í ferðinni.

Sakho mætti of seint í flugið til Bandaríkjanna og annað atvik kom upp í ferðinni í Bandaríkjunum sem Klopp var ekki ánægður með. Hann hefur því sent Sakho aftur til Englands þar sem hann heldur áfram í endurhæfingu eftir meiðslin.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner