Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Möguleiki á vetrarhléi í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Viðræður eru í gangi um að gera hlé í ensku úrvalsdeildinni á miðju tímabili.

Í öðrum stórum deildum í Evrópu er alltaf hlé í kringum jól og áramót en þá er spilað mjög þétt á Englandi.

Sam Allardyce, nýráðinn landsliðsþjálfari Englands, talaði um að í vikunni að álagið sé mikið á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni þar sem ekkert hlé sé á miðju tímabili þar.

Richard Scudamore, formaður ensku úrvalsdeildarinnar, segir að vilji sé fyrir því að taka upp vetrarhlé í framtíðinni.

Ekkert verður þó af því fyrr en í fyrsta lagi eftir að nýr sjónvarpssamningur klárast árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner