banner
   þri 26. júlí 2016 14:11
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Juventus rífast um hver á að borga umboðsmanni Pogba
Mynd: Getty Images
Félagaskipti Paul Pogba frá Juventus til Manchester United stranda í dag á því hvort félagið eigi að borga Mino Raiola, umboðsmanni leikmannsins.

Raiola vill fá tæpar 17 milljónir punda fyrir félagaskiptin.

Pogba er sjálfur langt kominn með að ná samkomulagi um endurkomu til Manchester United.

Hvorugt félagið vill hins vegar borga upphæðina til Raiola og þar stendur hnífurinn í kúnni í augnablikinu.

Líklegt er að kaupverðið verði í kringum 100 milljónir punda ef félagaskipti Pogba ganga í gegn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner