Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. júlí 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez vill ekki fara til Napoli eða Chelsea
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez segir að Napoli og Chelsea hafi viljað fá hann til liðs við sig í sumar.

Tevez, sem er orðinn 32 ára gamall, vill hins vegar ekki yfirgefa Boca Juniors í heimalandinu því þar ætlar hann að ljúka ferlinum.

„Mér líður vel hér hjá Boca. Það er ætlunin og draumurinn að ljúka ferlinum hérna hjá þessu stórkostlega félagi," sagði Tevez.

Antonio Conte vill fá Tevez til Chelsea eftir að Argentínumaðurinn knái átti tvö mjög góð tímabil undir stjórn Conte hjá Juventus.

Tevez hefur meðal annars leikið fyrir Manchester United og Man City og á 76 landsleiki að baki fyrir Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner