þri 26. júlí 2016 10:05
Elvar Geir Magnússon
United og City vilja Bonucci
Powerade
Leonardo Bonucci til Manchester?
Leonardo Bonucci til Manchester?
Mynd: Getty Images
Mustafi er orðaður við Arsenal.
Mustafi er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Á óskalista Everton.
Á óskalista Everton.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki langt í að enski boltinn fari á fulla ferð! Þangað til flautað verður til leiks þá fylgjumst við vel með slúðrinu.

Arsenal hefur áhuga á þýska landsliðsvarnarmanninum Shkodran Mustafi (24) samkvæmt ítölskum íþróttafréttamanni. Mustafi skoraði gegn Úkraínu á EM. (101 Greatgoals)

Arsenal stefnir á að kaupa sóknarmanninn Wissam Ben Yedder (25) frá Toulouse. Ben Yedder hefur skorað reglulega í franska boltanum en Sevilla hefur einnig áhuga. (Canal+)

Kaup Manchester United á miðjumenninum Paul Pogba (23) fyrir metfé frá Juventus eru í biðstöðu. Ástæðan er sú að ekki hefur náðst samkomulag um hvernig staðið skuli að greiðslu til umboðsmanns franska leikmannsins. (Sun)

Juventus gæti fyllt skarð Pogba með því að fá Argentínumanninn Javier Mascherano (32) frá Barcelona. Hann getur bæði spilað í vörn og á miðju. (Corriere dello Sport)

Manchester United er tilbúið að berjast við Manchester City um varnarmanninn Leonardo Bonucci (29) hjá Juventus. United er tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir ítalska landsliðsmanninn. (Manchester Evening News)

Liverpool gæti fengið yfir 100 milljónir fyrir leikmannasölur þetta sumarið. Christian Benteke (25) sem metinn er á 30 milljónir punda er meðal þeirra sem búist er við að fari. (Daily Mail)

Manchester City telur að félagið verði fyrsta val Lionel Messi (29) ef argentínski snillingurinn ákveður að breyta til og yfirgefa Barcelona. Fyrrum forseti Barcelona telur að það séu öfl innan félagsins að reyna að bola Messi burt. (Catalunya Radio)

Ástralski varnarmaðurinn Brad Smith (22) hjá Liverpool er nálægt því að vera seldur fyrir 6 milljónir punda til Bournemouth. (Goal)

Umboðsmaður senegalska varnarmannsins Kalidou Koulibaly (25) hjá Napoli segir að leikmaðurinn ætli að færa sig um set í sumar. Chelsea og Everton hafa áhuga. (Radio CRC)

Liverpool og Borussia Dortmund hafa gert tilboð í franska miðjumanninn Moussa Sissoko (26) hjá Newcastle. (Le 10 Sport)

Innan stjórnar Leicester er rætt um ný samningstilboð fyrir fimm leikmenn: Kasper Schmeichel (29), Danny Simpson (29), Danny Drinkwater (26), Jeffrey Schlupp (23) og Riyad Mahrez (25). (Daily Mirror)

Alsírski landsliðsmaðurinn Mahrez segist ekkert spá í þeim vangaveltum að hann gæti farið til Arsenal. Þetta segir liðsfélagi hans Demarai Gray (20). (Independent)

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus (19) hjá Palmeiras er á óskalistum Manchester United og Manchester City. Hægt er að fá hann lausan fyrir 20 milljónir punda. (UOL Esporte)

Roberto Martinez, fyrrum stjóri Everton, er efstur á blaði hjá Hull City sem leitar að nýjum stjóra eftir að Steve Bruce fór. (Guardian)

Bruce gæti hætt afskiptum af fótbolta en hann yfirgaf Hull til að eyða meiri tíma með eiginkonu sinni í íbúð sem þau eiga í Portúgal. (Daily Star)

Joe Allen (26), nýr leikmaður Stoke, hafnaði tveimur stórum félögum í Evrópu til að fara í raðir Mark Hughes og félaga. (Stoke Sentinel)

Rafael van der Vaart (33), fyrrum miðjumaður Tottenham, hefur verið orðaður við Reading í Championshjip-deildinni eftir að honum var sagt að hann ætti enga framtíð hjá Real Betis á Spáni. (Daily Mirror)

Ronald Koeman, nýr stjóri Everton, vill fá austurríska vængmanninn Marko Arnautovic (27) frá Stoke. (Sky Sports)

Argentínski framherjinn Carlos Tevez (32) segir að bæði Chelsea og Napoli vilji fá sig en hann ætli að vera áfram hjá Boca Juniors í heimalandinu. (Gazzetta dello Sport)

Liam Bridcutt (27) miðjumaður Sunderland vill fara til Leeds United. Skoski landsliðsmaðurinn var um tíma á láni hjá Leeds síðasta tímabil. (Yorkshire Evening Post)

Vængmaðurinn Ryan Kent (19) er meðal ungra leikmanna Liverpool sem knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp íhugar að senda á lán næsta tímabil. (Liverpool Echo)

Bristol City hefur komist að samkomulagi við Bayern München um kaup á markverðinum Ivan Lucic (21) frá Austurríki. Hörður Björgvin Magnússon leikur með Bristol. (Bristol Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner