Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2016 19:15
Alexander Freyr Tamimi
Zlatan hafnaði Beckham fyrir Manchester United
Zlatan hafnað'i Beckham.
Zlatan hafnað'i Beckham.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur greint frá því að hann hafnaði því að ganga í raðir félags David Beckham í MLS-deildinni til að ganga í raðir Manchester United.

Sænski landsliðsmaðurinn var sterklega orðaður við Bandaríkin eftir að hann ákvað að yfirgefa Paris Saint-Germain en kaus að skrifa undir eins árs samning á Old Trafford.

„David er góður vinur minn og hann bað mig um að spila fyrir liðið sitt (í Miami). Í augnablikinu vil ég gera stóra hluti með Manchester United, en ég ber mikla virðingu fyrir MLS-deildinni og allt er mögulegt," sagði Zlatan.

„Ég útiloka ekki MLS deildina. Þegar ég ákvað að yfirgefa PSG komu mörg tilboð, en það er eðlilegt þegar þú ert Zlatan."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner