Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 26. júlí 2017 21:38
Hafliði Breiðfjörð
Freyr reifst við fréttamann: Ekkert með leikkerfið að gera
Freyr á hliðarlínunni í kvöld.
Freyr á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari Íslands ræddi við fjölmiðla eftir 0-3 tap gegn Austurríki í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  3 Austurríki U20

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu að ofan en Frey var mikið niðri fyrir eftir leikinn og reifst við Arnar Daða Arnarsson fréttamann Fótbolta.net þegar hann spurði hvort breytt leikkerfi hafi haft áhrif á slakt gengi Íslands sem tapaði öllum sínum leikjum á mótinu.

Í miðju viðtali þegar Freyr var spurður hvort hann sæi ekki eftir að hafa breytt um leikkerfi kom austurríska liðið dansandi og syngjandi inn í herbergið þar sem viðtalið fór fram með með hárri danstónlist. Freyr æstist upp í hamagangnum og þó það heyrist ekki vel hvað hann er að segja heyrðist eitthvað.

„Ég sé í rauninni ekki eftir því," sagði Freyr og hélt áfram skömmu síðar. „Heldur þú í alvörunni að leikkerfið sé ástæða þess að liðið hafi ekki náð fleiri stigum?" spurði Freyr og heimtaði svör frá fréttamanninum sem svaraði á endanum að það hlyti að telja eitthvað.

„Hlýtur það að telja eitthvað? Það hefur nákvæmlega ekkert með málið að gera.Þú hlýtur að átta þig á því sjálfur ef þú horfir á leikina. Það hefur akkúrat ekkert með málið að gera!"

En voru væntingarnar fyrir mót ekki glórulausar?
„Mér fannst það ekki, ef við hugsum ekki stórt og reynum ekki að teyja okkur eins langt og við getum, hvað ætlum við þá að vera? Eigum við að fara inn á þriðja stórmótið og ætla bara að vera með? Ég spyr?"

En var innistæða fyrir þessu?
„Já, það sem gerist með háleitri markmiðasetningu þá nærðu því allra besta út úr íþróttamanninum. Þú þekkir það er það ekki?"

En það sést ekki á þessu móti?
„Þú nærð því allra besta frá þeim, leikmenn teyja sig hátt og gefa hvorum öðrum innblástur. Þú sérð hvernig þjóðin hefur verið í kringum liðið. Ekki satt? Það hefur myndað ákveðna stemmningu að fólkið hefur hugsað stórt og viljað teyja sig langt. Þannig eru íslenskir íþróttamennn. Ef þeir eru allir tilbúnir að teyja sig eins langt og hægt er þá ná þeir árangri. Það er svona stutt á milli í þessu. Það munar einu augnabliki á 86. mínútu í Frakkaleiknum. Það eru ein mistök, varnarmistök á móti Sviss og þá værum við að spila úrslitaleik hérna í dag. Þú verður að átta þig á að þetta hefur ekkert með það að gera hvort leikkerfið heitir 3-5-2, 4-3-3, 4-5-1, það skiptir engu máli, það skiptir máli að láta litlu atriðin telja fyrir sig. Það er það sem gerðist ekki hér og það eru milljón ástæður fyrir því. Allt frá hvernig leikmenn undirbjuggu sig frá september fram að móti eða þá hvernig síðustu dagarnir í undirbúningnum voru og svo framvegis og svo framvegis."

En var innistæða fyrir þessum væntingum fyrir mót?
„Já það er klárt."

Hver var innistæðan?
„Það sem ég var að segja, við vorum augnabliki frá því, á 86. mínútu á móti Frökkum fáum við vítaspyrnu á okkur. Ef það hefði verið eitt stig í þeim leik þá hefði allt verið galopið. Á ég að telja aftur upp það sem ég var að segja? Það er innistæðan. Við erum með leikmenn sem leggja allt á sig og eru eins undirbúnir og völ er á."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner