þri 26. ágúst 2014 22:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
3. deild: Berserkir unnu Víði í rosalegum leik
Berserkir halda sér í baráttu um að komast upp.
Berserkir halda sér í baráttu um að komast upp.
Mynd: Ómar Ingi Guðmundsson
Berserkir 4 - 3 Víðir
0-1 Tómas Pálmason
0-2 Tómas Pálmason
1-2 Aron Björn Bjarnason
2-2 Andri Steinn Hauksson
3-2 Einar Guðnason
3-3 Tómas Pálmason
4-3 Kormákur Marðarson

Berserkir unnu Víði í eina leik dagsins í þriðju deild.

Víðismenn komust í 2-0 snemma leiks en Berserkir snéru taflinu við með þremur mörkum og var staðan skyndilega orðin 3-2.

Víðismenn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn aðeins fyrir Berserki til að skora aftur og tryggja sér magnaðan 4-3 sigur.

Berserkir hafa unnið síðustu fjóra leiki sína og eru í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá Hetti í öðru sætinu. Berserkir eiga leik til góða á Egilsstaðarliðið.

Víðismenn eru í sjötta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner