Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. ágúst 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 17. umferð: Sá hlær best sem síðast hlær
Leikmaður 17. umferðar - Ólafur Páll Snorrason (FH)
FH-ingar fagna marki í gær.
FH-ingar fagna marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Páll með boltann í gær.
Ólafur Páll með boltann í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Ég er mjög ánægður með stigin þrjú. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði," segir Ólafur Páll Snorrason leikmaður FH en hann er leikmaður 17. umferðar á Fótbolta.net.

FH-ingar unnu Víking 3-1 í gær og komust þar með á toppinn eftir að Stjarnan hafði gert jafntefli við Breiðablik í fyrrakvöld.

,,Það var opnun fyrir okkur að ná aftur tveggja stiga forskoti á toppnum. Við náðum sem betur fer að nýta það. Núna þurfum við að einbeita okkur að því sem við erum að gera og sleppa því að fylgjast með Stjörnunni og KR."

Ólafur Páll lagði upp þrjú mörk í gær en tvö af þeim komu eftir að hann fór í hægri bakvörðinn síðustu tíu mínúturnar.

,,Ég vil vera framar en ég er ánægður með það sem gerðist eftir að ég fór í bakvarðarstöðuna. Ég lagði upp tvö mörk og get ekki annað en verið sáttur með það. Ég er sóknarmaður en kannski þarf maður að fara að huga að því að færa sig aftar. Ég hef ekki skorað í heillangan tíma þannig að kannski er betra að nota mig aftar."

Ekki sérstakur varnarmaður
Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport töluðu menn um að gaman væri að sjá Ólaf Pál meira í bakverðinum.

,,Ég heyrði að Reynir (Leósson) talaði um það. Hann er varnarmaður og veit hvað hann er að segja um það. Ég er samt ekki sérstakur varnarmaður. Ég hef spilað sókn síðan ég man eftir mér. Maður þarf að kunna að verjast í bakverðinum en ég get verið fljótur að læra."

Ólafur Páll hefur ekki skorað í Pepsi-deildinni síðan árið 2012 en hann hefur engar áhyggjur af þeirri tölfræði.

,,Mér finnst skemmtilegra að leggja upp mörk og ég er með ákveðin markmið í því. Að skora er aukaatriði fyrir mig. Ég er með ákveðna aðila í liðinu sem sjá um það. Ég er ekkert að stressa mig á því."

Hafði góð áhrif að rífast við Óla Þórðar
Ólafur Páll reifst við nafna sinn Þórðarson þjálfara Víkings í fyrri hálfleik. Óli Þórðar sagði þá meðal annars: ,,Það er ekki nóg að vera með skegg til að vera maður."

,,Ég lagði upp þrjú mörk eftir að hann vildi meina að ég væri algjör kelling. Ég held að það hafi haft ágætis áhrif á mig að rífast aðeins við hann," sagði Ólafur Páll.

,,Sá hlær best sem síðast hlær. Ég stóð uppi sem sigurvegari og hann þarf að bíta í það epli. Ég nuddaði honum aðeins upp úr þessu í lokin en þá var hann sestur í varamannaskýlið og hættur að láta menn vera með athyglina á sér eins og hann vill oft. Það er best að sýna sig á vellinum. Óli getur það því miður ekki lengur þó að honum langi það eflaust. Þess vegna þarf hann að öskra og garga."

Sjá einnig:
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner