Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. ágúst 2014 18:09
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd: Welbeck og Hernandez fremstir
Gylfi á bekknum en Kári byrjar
Shinji Kagawa byrjar í kvöld.
Shinji Kagawa byrjar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er uppselt á leik MK Dons og Manchester United í enska deildabikarnum en leikurinn hefst klukkan 19:00. Stadium MK tekur 29 þúsund áhorfendur.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi félög mætast en MK Dons er stofnað upp úr gamla Wimbledon sem varð gjaldþrota.

Louis van Gaal leitar að sínum fyrsta sigri en hann teflir fram hálfgerðu varaliði í kvöld. Danny Welbeck og Javier Hernandez leiða sóknina með Shinji Kagawa í holunni.

MK Dons leikur í ensku C-deildinni. George Baldock leikur með MK Dons og er í byrjunarliðinu í kvöld en hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni 2012.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, M Keane, Evans, Vermijl, James, Powell, Janko, Anderson, Hernandez, Kagawa, Welbeck
(Varamenn: Amos, McNair, Thorpe, A Pereira, Januzaj, Zaha, Wilson)

Swansea tekur á móti B-deildarliðinu Rotherham í Íslendingaslag. Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum hjá Swansea en margir lykilmenn eru hvíldi. Varnarmaðurinn Kári Árnason er í byrjunarliði Rotherham.
Athugasemdir
banner
banner