Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. ágúst 2014 18:21
Elvar Geir Magnússon
Di Maria: Eina félagið sem ég var til í að yfirgefa Real fyrir
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Angel Di Maria er formlega orðinn leikmaður Manchester United. Hann er í skýjunum ef marka má ummæli sem birt eru á heimasíðu enska félagsins.

„Það er frábær tilfinning að vera orðinn leikmaður Manchester United. Ég hef notið tímans á Spáni og það voru mörg félög áhugasöm en United er eina félagið sem ég var tilbúinn að yfirgefa Real Madrid fyrir," sagði Di Maria.

„Louis van Gaal er frábær stjóri eins og ferilskrá hans segir og ég er hrifinn af þeim hugmyndum og þeim metnaði sem ríkir til að koma liðinu aftur á toppinn, þar sem það á heima. Ég get ekki beðið eftir að spila fyrsta leikinn fyrir félagið."

Knattspyrnustjórinn Van Gaal hafði þetta að segja:

„Angel er heimsklassa miðjuleikmaður en það sem mestu máli skiptir er að hann er liðsmaður. Hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann er gríðarlega snöggur örvfættur leikmaður sem gerir traustustu varnarmenn hrædda. Það er stórskemmtilegt að horfa á hann spila og hann er gríðarlega góð viðbót við hópinn," sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner