Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. ágúst 2014 20:54
Elvar Geir Magnússon
Enski deildabikarinn: MK Dons niðurlægði Man Utd
Ótrúlegur 4-0 sigur C-deildarliðsins
Jonny Evans vill gleyma þessu kvöldi sem fyrst.
Jonny Evans vill gleyma þessu kvöldi sem fyrst.
Mynd: Getty Images
Javier 'Chicharito' Hernandez í baráttu við Kyle McFadzean.
Javier 'Chicharito' Hernandez í baráttu við Kyle McFadzean.
Mynd: Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Áhugaverðustu úrslitin voru klárlega í leik MK Dons og Manchester United en MK Dons leikur í ensku C-deildinni.

Louis Van Gaal gaf ungum leikmönnum tækifæri en óhætt er að segja að þeir hafi ekki náð að sanna sig. Mönnum gekk erfiðlega að finna samherja og allt gekk á afturfótunum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Jonny Evans gerði þá hörmuleg mistök. Evans átti hörmulegt kvöld og hefði átt að fá dæmda á sig vítaspyrnu snemma seinni hálfleiks fyrir hendi en ekkert var dæmt. MK Dons var ekki hætt, sýndi frábæra spilamennsku og komst í 4-0 sem urðu lokatölur.

Niðurlæging fyrir Manchester United sem byrjar tímabilið mjög illa og er úr leik í deildabikarnum.

Það var Íslendingaslagur þegar Swansea vann Rotherham. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn sem varamaður á 59. mínútu í liði Swansea en Kári Árnason lék allan leikinn í vörn B-deildarliðsins Rotherham.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins en nokkrir leikir fóru í framlengingu.

Port Vale 2 - 3 Cardiff City
0-1 Ralls ('26 )
1-1 O'Connor ('34 )
1-2 Macheda ('60 )
1-3 Macheda ('79 )
2-3 Brown ('90 )

Middlesbrough 3 - 1 Preston NE
1-0 Lee Tomlin ('52 )
1-1 Hugill ('54 )
2-1 Bradley Fewster ('58 )
3-1 Lee Tomlin ('66 )

Huddersfield 0 - 2 Nott. Forest
0-1 James Vaughan ('72 , sjálfsmark)
0-2 Henri Lansbury ('82 )

Swansea 1 - 0 Rotherham
1-0 Bafetimbi Gomis ('22 )

Watford 1 - 2 Doncaster R
0-1 Tyson ('12 , víti)
1-1 Lloyd Dyer ('30 )
1-2 Liam Wakefield ('52 )

Millwall 0 - 2 Southampton
0-1 Jack Cork ('54 )
0-2 Graziano Pelle ('90 )

Bournemouth 3 - 0 Northampton
1-0 Dan Gosling ('20 )
2-0 Brett Pitman ('29 )
3-0 Callum Wilson ('79 )

Brentford 0 - 1 Fulham
0-1 McCormack ('68 )

Scunthorpe Utd 0 - 1 Reading
0-1 Taylor ('85 )

Derby County 1 - 0 Charlton Athletic
1-0 Calero ('87 )

West Ham 1 - 1 Sheffield Utd (framlengt)
1-0 Diafra Sakho ('40 )
1-1 Winston Reid ('58 , sjálfsmark)

Swindon Town 1 - 2 Brighton (framlenging í gangi)
0-1 Rohan Ince ('10 )
1-1 Thompson ('46 )

Leicester City 0 - 1 Shrewsbury
0-1 Andrew Mangan ('40 )

Crewe 2 - 2 Bolton (framlengt)
1-0 Bradden Inman ('1 )
1-1 Darren Pratley ('40 )
1-2 Jermaine Beckford ('90 )

Gillingham 0 - 1 Newcastle
0-1 Egan ('24 , sjálfsmark)

Norwich 3 - 1 Crawley Town
1-0 Jerome ('14 )
2-0 Josh Murphy ('49 )
2-1 Cuellar ('55 , sjálfsmark)
3-1 Josh Murphy ('90 )

Burnley 0 - 1 Sheffield Wed
0-1 Adthe Nuhiu ('78 )

Walsall 0 - 3 Crystal Palace
0-1 Dwight Gayle ('6 )
0-2 Dwight Gayle ('25 )
0-3 Dwight Gayle ('41 )

West Brom 1 - 1 Oxford United (framlengt)
1-0 Johnny Mullins ('29 , sjálfsmark)
1-1 Danny Hylton ('86 )

MK Dons 4 - 0 Manchester Utd
1-0 William Grigg ('25 )
2-0 William Grigg ('63 )
3-0 Afobe ('71 )
4-0 Afobe ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner