Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. ágúst 2014 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Louis van Gaal: Gerðum mistök á röngum augnablikum
Louis van Gaal hefur ekki átt draumabyrjun hjá Manchester United.
Louis van Gaal hefur ekki átt draumabyrjun hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal var skiljanlega ekki sáttur við 4-0 tap Manchester United gegn MK Dons en hann segir liðið hafa gert mistök á röngum tímum í leiknum.

,,Þetta er spurning um að gera mistök á röngum tímapunktum. Þegar þú sérð mörkin gegn okkur. Það voru stór mistök sem má ekki gera."

,,Síðan var staðan 2-0 og erfitt að komast aftur inn í leikinn."

,,Við sköpuðum mikið af færum í seinni hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki. Síðan gerðum við tvö mistök og viðbót og fengum á okkur tvö mörk í viðbót," sagði van Gaal.

Manchester United hefur enn ekki unnið leik síðan tímabilið hófst, tapaði fyrir Swansea og gerði jafntefli gegn Sunderland í deildinni.

MK Dons 4 - 0 Manchester Utd
1-0 William Grigg ('25 )
2-0 William Grigg ('63 )
3-0 Afobe ('71 )
4-0 Afobe ('84 )

Smelltu hér til að sjá mörkin úr leik kvöldsins af Vísi.is.

Athugasemdir
banner
banner
banner