Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. ágúst 2014 20:37
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin: Celtic endanlega dottið út eftir tap á heimavelli
Stuðningsmenn Celtic höfðu enga ástæðu til að fagna í dag.
Stuðningsmenn Celtic höfðu enga ástæðu til að fagna í dag.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Línur eru að skýrast í Meistaradeild Evrópu og hvaða lið munu spila í riðlikeppninni.

Skoska stórliðið Celtic er endanlega út úr keppninni eftir tap gegn slóvenska liðinu Maribor á heimavelli sínum. Celtic færist í Evrópudeildina eins og önnur lið sem töpuðu á þessu stigi.

Porto er komið í riðlakeppnina eftir sigur á Lille, samanlagt 3-0.

Bate Boresov frá Hvíta Rússlandi er komið áfram eftir sigur á Slovan Bratislava.

APOEL, frá Kýpur, er síðan komið áfram eftir sigur á danska liðinu AaB Aalaborg

APOEL 4 - 0 AaB Aalborg
1-0 Vinicius ('28 )
2-0 Tomas De Vincenti ('43 )
3-0 Statis Aloneftis ('64 )
4-0 Cillian Sheridan ('75 )

BATE 3 - 0 Slovan
1-0 Mikhail Gordejchuk ('41 )
2-0 Sergey Krivets ('84 )
3-0 Vitali Rodionov ('85 )
Rautt spjald:Seydouba Soumah, Slovan ('79)

Porto 2 - 0 Lille
1-0 Yacine Brahimi ('48 )
2-0 Jackson Martinez ('68 )

Celtic 0 - 1 Maribor
0-1 Marcos Tavares ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner