Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. ágúst 2014 19:00
Elvar Geir Magnússon
Michael Dawson til Hull (Staðfest)
Dawson í leik gegn Manchester United.
Dawson í leik gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Michael Dawson er formlega orðinn leikmaður Hull City. Hann hefur verið í herbúðum félagsins síðan í janúar 2005 en hann lék alls 324 leiki fyrir Tottenham og skoraði 10 mörk.

Dawson er miðvörður sem var fyrirliði Tottenham og spilaði fjóra landsleiki fyrir England.

Hann verður 31 árs í nóvember en samningur hans við Hull er til þriggja ára.

„Michael var frábær talsmaður félagsins og gerði góða hluti á vellinum. Hann hefur alltaf lagt sig allan fram fyrir félagið og verið mjög vinsæll hjá félaginu, bæði hjá liðsfélögum, starfsfólki og stuðningsmönnum," segir Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner